Virknin færist sunnar

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að …
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að goskerfið sé að aðlaga sig landslaginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gosvirknin sem áður var í nyrstu gígunum er að færast á upprunalegu gígana í Geldingadölum, sem sagt sunnar, að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. Segir hann að með þessu sé goskerfið að laga sig að landslagi á svæðinu.

„Kerfið er að átta sig á því að það er erfiðara að halda dampi í mikilli hæð og auðveldara að gera það á lægri stöðum,“ segir hann. „Þetta er aðlögun að svæðinu og í rauninni þrýstijöfnun.“

Framleiðnin í gosinu er sú sama og eru vísbendingar um að virknin muni halda sig á því svæði sem hún er á. Lítið bendir til þess að virknin færi sig á aðra staði.

„Það er líklegt að smátt og smátt dragi virknin sig saman á einn gíg, gíginn sem er lægstur. Ég býst við því að hún endi á sama stað og hún byrjaði þegar jafnvægi er náð.“

Gígarnir eru nú átta talsins en líklegt er að virknin …
Gígarnir eru nú átta talsins en líklegt er að virknin verði mest á syðstu gígunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert