Vonar að ekki verði frekari smit

Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Menntaskólinn við Hamrahlíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 70 nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð sem voru sendir í úrvinnslusóttkví vegna smits sem kom upp hjá kennara við skólann fara í skimun á morgun og á föstudaginn.

Eftir það kemur í ljós hvort einhver þeirra hefur smitast af kórónuveirunni, að sögn Steins Jóhannssonar, rektors MH.

„Það voru allir að virða fjarlægðarmörk og voru með grímur. Kennarinn var tvo metra frá nemendum, þannig að ég vona að það verði engin frekari smit,“ segir Steinn.

Kenn­ar­inn fann fyr­ir ein­kenn­um á sunnu­dags­kvöld og fór í skimun morg­un­inn eft­ir. Hann kenn­ir þrem­ur hóp­um í skól­an­um og var ákveðið að senda þá alla í sótt­kví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert