Framhaldsskólakennarar samþykktu kjarasamning

Gildistími hins nýja samnings er frá 1. janúar 2021 til …
Gildistími hins nýja samnings er frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023. mbl.is/Árni Sæberg

Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning. 

Skrifað var undir kjarasamninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara 31. mars. Atkvæðagreiðsla hófst á hádegi síðastliðinn föstudag og lauk á hádegi í dag. 

Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru svohljóðandi: 

  • Á kjörskrá voru 1.498
  • Atkvæði greiddu 875 eða 58,41%
  • Já sögðu 612 eða 69,94%
  • Nei sögðu 232 eða 26,51%
  • Auðir voru 31 eða 3,54%

Gildistími hins nýja samnings er frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023, að því er segir á vef Kennarasambands Íslands. 

mbl.is