Gert ráð fyrir að svæðið verði opnað á morgun

Margir vilja heimsækja eldgosið í Geldingadölum.
Margir vilja heimsækja eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gert er ráð fyrir að gossvæðið verði opnað aftur á morgun, gangi veðurspá eftir, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 

Gossvæðið var rýmt í gærkvöldi og verður lokað í dag vegna veðurs. Hann segir rýmingu hafa gengið vel og fólk hafi virt lokunina hingað til „enda veðrið kannski óspennandi“.

Ákvörðun um hvenær svæðið verður opnað verður tekin síðdegis í dag en sem fyrr segir segist Gunnar gera ráð fyrir að það verði opið á morgun. 

„Ef veðurspáin stenst þá verður blautt á gossvæðinu á morgun en ekki þessi óhemjurigning og vindur. Það er bara úrhelli,“ segir Gunnar. Fram kom í tilkynningu frá almannavörnum í gær að við veðuraðstæður eins og bú­ast má við í dag verði all­ar leiðir, hvort held­ur er göngu­leiðir eða neyðar­veg­ur viðbragðsaðila, eitt for­ar­svað.

„Á stað eins og þessum, þar sem eru moldar- og malarstígar og akvegur viðbragðsaðila er nú illfær fyrir, eru ekki aðstæður til útivistar í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert