Hraun fór yfir gönguleiðina í gær

Frá eldgosinu við Fagradalsfjall.
Frá eldgosinu við Fagradalsfjall. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frá því að ný gossop mynduðust á þriðjudaginn er hægt að tala um að kvika komi nú upp á átta stöðum við Fagradalsfjall. Hraun hefur runnið frá nýjustu opunum yfir nýja gönguslóðann, gönguleið A. Það gerðist síðdegis í gær.

Veðurstofan greinir frá þessu.

Ekki eru komnar nýjar mælingar á heildarhraunrennsli frá gosstöðvunum. Samkvæmt mælingum Jarðvísindastofnunar sem voru gerðar áður en nýju opin mynduðust hafði hraunrennsli haldist nokkuð jafnt síðustu fjóra sólarhringa, eða um tæpir fimm rúmmetrar á sekúndu að meðaltali.

Vísindaráð almannavarna fundar í dag til að fara yfir nýjustu gögn og mælingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert