Refsing milduð eða sýkna í 28 málum af 71

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hjörtur

Landsréttur hefur annaðhvort snúið sakfellingu í sýknu eða mildað refsingu í 28 kynferðisbrotamálum af 71 á árunum 2018 til 2020. 31 dómur var staðfestur og refsing þyngd í sjö málum.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata.

Af 11 málum þar sem dómi var snúið voru 10 sýknaðir eftir sakfellingu í héraði.

Landsréttur mildaði 18 sinnum á þessum árum refsingu fyrir kynferðisbrot. Þrisvar sinnum árið 2018, fimm sinnum 2019 og níu sinnum var refsing milduð í fyrra.

Árið 2018 var einum dómi snúið úr sakfellingu í sýknu og þrisvar sinnum árið 2019. Í fyrra var sjö dómum snúið við; sex sinnum var sakfellingu snúið í sýknu og einu sinni var sýknu breytt  í sakfellingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert