Viðgerð á húsi OR kosti um 2 milljarða

Hús Orkuveitunnar.
Hús Orkuveitunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matsmenn sem fengnir voru til að meta galla á vesturbyggingu höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur benda á að gallarnir hafi komið í ljós skömmu eftir að húsið var vígt á vormánuðum 2003. Um það vitni skriflegar heimildir frá 2004.

Matsmennirnir gagnrýna ýmsa þætti í framkvæmdinni. Meðal annars hafi gluggakerfi frá dönskum framleiðanda ekki verið prófað í samræmi við verklýsingu.

Þá er gagnrýnt að framleiðandi gluggakerfisins skuli ekki hafa komið að síðustu viðgerðinni á byggingunni á árunum 2015-2016.

Telja þeir fullreynt að gera við vesturbygginguna. Úrbætur muni kosta ríflega 1,9 milljarða, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »