Allt að 14 stiga hiti

Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir morguninn.
Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir morguninn. Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er talsverðri rigningu á Suðausturlandi fram eftir morgni. Sunnan og suðaustan 10 til 18 metrar á sekúndu verða og rigning eða súld en bjart að mestu norðaustan til. Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig, hlýjast norðanlands.

Eftir hádegi verður suðvestlægari átt með skúrum eða slydduéljum um landið sunnan- og vestanvert og kólnandi veðri. Dregur úr vindi í kvöld.

Á morgun verður suðlæg átt, 8 til 13 metrar á sekúndu en lægir síðdegis og um kvöldið og fer að rigna allvíða. Hiti verður á bilinu 3 til 10 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert