Bið eftir mati tefur fyrir endurbyggingu háskólans

Stórtjón. Leki í Háskóla Íslands.
Stórtjón. Leki í Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir óvíst hvort stjórnsýslueiningar skólans geti flutt aftur á fyrri stað fyrir haustið. Vegna vatnstjóns í Gimli og víðar í háskólanum, eftir að kaldavatnslögn við Suðurgötu fór í sundur 21. janúar, þurfti að flytja starfsemina tímabundið.

Jón Atli segir dómkvadda matsmenn vera enn að störfum. „Það liggur á að ljúka þessari vinnu og að tjónvaldar sýni því skilning. Þessi bið hefur leitt til þess að við getum ekki hafist almennilega handa við að lagfæra,“ segir Jón Atli um stöðu málsins.

Tjón varð í nokkrum byggingum háskólans en fram kom í Morgunblaðinu 12. febrúar að samkvæmt heimildum blaðsins væri það vel á annan milljarð króna.

Að sögn Jóns Atla gæti farið svo að stjórnsýslueiningarnar fari aftur á fyrri stað upp úr áramótum. Reynt verði að tryggja að kennslurými komist aftur í notkun í haust en það sé heldur ekki öruggt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert