Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur

Áreksturinn varð á Bústaðavegi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum …
Áreksturinn varð á Bústaðavegi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tveir bílar skullu saman á Bústaðavegi á sjöunda tímanum í kvöld. Einn var fluttur á slysadeild eftir áreksturinn en meiðsli hans voru ekki metin alvarleg, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. 

Vísir greindi fyrst frá. 

Einn ökumaður var í hvorum bíl fyrir sig en engir farþegar. Gatnamótum á brúnni yfir Kringlumýrarbraut var lokað í stuttan tíma í kjölfar slyssins. 

mbl.is