Kaldur sjór og heitur pottur til að fagna afléttingu takmarkana

Ánægðar sjósundskonur í Nauthólsvík.
Ánægðar sjósundskonur í Nauthólsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Þessar konur urðu hlýjunni fegnar síðdegis í gær eftir að hafa synt í köldum sjónum á opnunardegi ylstrandarinnar í Nauthólsvík, að loknu þriggja vikna hléi til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Ylströndin var opnuð á nýjan leik í gærmorgun, rétt eins og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar.

Þó mega þar aðeins koma saman 50% af þeim fjölda sem venjulega er heimilaður. Samhliða sífellt vaxandi fjölda bólusettra hér á landi má gera sér vonir um að vorinu fylgi minni takmarkanir á lífi, leik og starfi en verið hafa umliðinn vetur.

Tveir eru á sjúkrahúsi með sjúkdóminn og er annar þeirra í öndunarvél. Sá kom til landsins með flugvél sem lenda þurfti hér vegna veikinda mannsins, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »