Beint: Hverjir fá Lúðurinn?

Í kvöld kemur í ljós hvaða auglýsingar og markaðsherferðir sköruðu fram úr á síðasta ári þegar Lúðurinn fer fram í beinni útsendingu hér á mbl.is. Þau Villi Neto og Björk Guðmunds­dótt­ir kynna hátíðina sem er haldin í 35. skipti í ár.

Það eru ÍMARK, sam­tök ís­lensks markaðsfólks, í sam­ráði við Sam­band ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa (SÍA), sem standa að verðlaun­un­um en fulltrúar fjölda fyrirtækja koma og kynna verðlaunahafa kvöldsins. Hátíðin ber keim af samkomutakmörkunum í þjóðfélaginu en eftirvæntingin fyrir þessari uppskeruhátíð geirans er ávallt mikil.

Þrátt fyr­ir ástandið hef­ur það hvorki bitnað á fjölda inn­send­inga né gæðum í fram­leiddu aug­lýs­ingaefni. Inn­send­ing­ar til Íslensku aug­lýs­inga­verðlaun­anna hófu að ber­ast í upp­hafi þessa árs og rann frest­ur út 19. janú­ar síðastliðinn. Við tók ferli dóm­nefnd­ar sem skipuð er fag­fólki úr brans­an­um sem kapp­kostaði að fara yfir 320 inn­send­ing­ar sem bár­ust í 15 flokk­um og eru 70 inn­send­ing­ar til­nefnd­ar til Lúðurs.

Þau Villi Neto og Björk Guðmundsdóttir eru tilbúin fyrir kvöldið …
Þau Villi Neto og Björk Guðmundsdóttir eru tilbúin fyrir kvöldið en þau munu kynna hátíðina sem er nú haldin í 35. skipti. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert