Kæra niðurgreiðslur til ESA

Annir hjá Póstinum.
Annir hjá Póstinum. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa lagt fram kvörtun á hendur íslenskum stjórnvöldum til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna ákvörðunar Alþingis um að gjaldskrá Íslandspósts skuli í meginatriðum vera hin sama um allt land.

Það leiddi af þessari ákvörðun að Íslandspóstur fór að innheimta sama gjald fyrir allt að 10 kg sendingar um allt land frá og með 1. janúar 2020, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur í minnisblaði SVÞ vegna kvörtunarinnar að ofangreind ákvörðun hafi verið tekin vegna þess ákvæðis í lögum um póstþjónustu að alþjónustuveitandi – Íslandspóstur – skuli taka sömu gjöld um allt land fyrir alþjónustu. Þ.e.a.s. þá lágmarkspóstþjónustu sem notendum skal standa til boða á jafnræðisgrundvelli.

Í minnisblaði SVÞ segir að sú stefna að innheimta sama gjald um allt land hafi komið hart niður á flutningafyrirtækjum úti á landi. Eftir gjaldskrárbreytingarnar hafi þau orðið undir í samkeppni við Íslandspóst, en ríkið hafi í raun niðurgreitt sendingar út á land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert