Ógleymanleg byrjun á samstarfi við Bó

Björgvin Halldórsson stendur á sjötugu í dag.
Björgvin Halldórsson stendur á sjötugu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Spennan hefur verið að magnast í vikunni og miðasalan aukist samfara því. Ég veit ekki hversu margir miðar munu seljast á endanum en miðað við þá gríðarlegu sölu sem var í gær og fyrradag er ljóst að það verður horft á tónleikana á fjölmörgum heimilum,“ segir Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu live.

Stórtónleikar í tilefni sjötugsafmælis Björgvins Halldórssonar fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld og verða þeir aðgengilegir í gegnum myndlykla Símans og í netstreymi. Jólagestir Björgvins og Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens voru sendir út með þessum hætti og þóttu heppnast framar vonum. Ísleifur segir aðspurður að tónleikahaldararnir skynji að landsmenn séu búnir að læra á streymistónleika og kunni vel að meta formið.

Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari.
Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Björgvin ætlar að halda partí með þjóðinni í kvöld klukkan átta. Þetta verður heimilisleg og notaleg stemning með góðum gestum; frábæru bandi, bakraddasöngvurunum Eyfa, Regínu Ósk og Friðriki Ómari og gestasöngvurunum KK, GDRN, Jóhönnu Guðrúnu og Svölu og Krumma. Þá fengum við nokkra þjóðþekkta einstaklinga til að spjalla við okkur um Björgvin og sýnum upptökur af þeim viðtölum,“ segir Ísleifur en meðal þeirra eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Helgi Björns og Diddú.

Ísleifur segir að Björgvin muni fara yfir ótrúlegan hálfrar aldar feril sinn í tali og tónum en auk þess verður allskonar myndefni sýnt. Hann segir aðspurður að ekki hafi reynst erfitt að velja og hafna efni fyrir tónleikana, samstarfið við Björgvin hafi verið gott eins og áður. „Við höfum byggt upp náið traust á 14 árum. Samstarf okkar byrjaði reyndar á eftirminnilegan hátt. Það fyrsta sem hann sagði við mig á fyrsta fundi okkar var: „Hver ert þú, af hverju ertu hérna, ég á engar plötur með þér.“ Eftir það hefur samband okkar verið yndislegt,“ segir Ísleifur og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »