Tengivagn fór á hliðina á Holtavörðuheiði

Ljósmynd/mbl.is

Tengivagn fór á hliðina fyrir skömmu á Holtavörðuheiði. Um er að ræða flutningabíl frá Vörumiðlun. 

„Lögreglan ásamt björgunarsveit vinnur að því að hreinsa vettvang eins og er. Enginn er slasaður en eignatjónið er töluvert,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is. 

Stefán segir að ekki hafi þurft að grípa til lokana, umferð sé hleypt í gegn. 

Ekki liggur fyrir hvað olli óhappinu að sinni. „Það á eftir að rannsaka vettvang, taka skýrslu og annað. Svo að það liggur ekki fyrir hverjar ásæðurnar voru,“ segir Stefán Vagn.

Ljósmynd/mbl.is
Ljósmynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert