„Þetta leit alls ekki vel út í byrjun“

Sinueldur. Mynd úr safni.
Sinueldur. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Greiðlega gekk að slökkva sinueld sem braust út við bæ­inn Víf­ilsstaði í Hró­arstungu á Fljóts­dals­héraði í gærkvöldi en útkall barst klukkan rúmlega tíu. Varaslökkviliðsstjóri segir að eldurinn hafi verið töluverður þegar komið var á vettvang.

„Þegar við komum á staðinn var sinueldur á stóru svæði og rok,“ segir Haraldur Geir Eðvaldsson, varaslökkviliðsstóri hjá slökkviliði Múlaþings, við mbl.is.

Sem betur fer hafi vindáttin verið hagstæð og slökkvilið náði að slökkva eldinn á um tveimur klukkustundum.

„Þetta gekk ágætlega greiðlega svona miðað við, en þetta leit alls ekki vel út í byrjun. Þetta lítur ekki vel út fyrr en maður er búinn að slökkva allt því það getur leynst glóð víða,“ segir Haraldur.

Slökkviliðsmenn voru komnir til baka á slökkvistöð um þrjú í nótt en Haraldur segir menn þá hafa verið orðna örugga um að engin glóð leyndist á svæðinu, en slökkviliðsmenn bleyttu svæðið til öryggis.

Hann getur ekkert sagt til um eldsupptök en bendir á að eldurinn hafi komið upp á víðavangi og ekki hafi kviknað í út frá rafmagni eða tækjum.

mbl.is