22 leikskólabörn og 13 starfsmenn í sóttkví

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

22 börn og 13 starfsmenn leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 á föstudag. Allir stjórnendur skólans og starfsmenn á deildinni Hlíð eru í sóttkví og óvíst hvort skólinn verður starfhæfur næstu vikuna. RÚV greindi fyrst frá. 

Bergljót Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Jörfa, segir í samtali við mbl.is að starfsmaðurinn hafi farið veikur heim úr vinnu á fimmtudag og greinst í gær. Viðkomandi sé nú talsvert veikur, en smitið hefur ekki verið rakið. 

Þá segir Bergljót að samkvæmt tilmælum rakningarteymisins hafi fjölskyldum barnanna og starfsfólki einnig verið gert að sæta sóttkví, en áður þurfti einungis eitt foreldri að fara með barni sínu í sóttkví.

Tvö smit greindust innanlands í gær. Bæði voru þau utan sóttkvíar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert