Andlát: Guðmundur Steingrímsson

Guðmundur Steingrímsson, Papa Jazz, lést í gær 92 ára að …
Guðmundur Steingrímsson, Papa Jazz, lést í gær 92 ára að aldri. mbl.is/Júlíus

Guðmundur Steingrímsson, trommari og frumkvöðull íslenskrar tónlistar, lést í gær 91 árs að aldri. Guðmundur, sem gjarnan var kallaður Papa Jazz, spilaði undir á mörgum af frægustu dægurlagaperlum sjötta og sjöunda áratugarins og var einn helsti djasstónlistarmaður landsins. 

Guðmundur var einna frægastur fyrir spilamennsku sína í KK-sextettnum á sjötta og sjöunda áratugnum. KK-sextettinn spilaði undir á feikimörgum plötum og urðu mörg laganna á plötunum geysivinsæl, þeirra á meðal má nefna lög eins og Bimbó með Öskubuskum, Oft spurði ég mömmu með Ingibjörgu Smith, Ég vil fara upp í sveit og Vegir liggja til allra átta með Ellý Vilhjálms, og Ég er kominn heim með Óðni Valdimarssyni.

Fyrirmynd margra stærstu tónlistarmanna nútímans

Guðmundur tók þátt í að móta tónlistarlíf Íslendinga á ofanverðri síðustu öld og ruddi veginn fyrir marga stærstu djasstónlistarmenn Íslandssögunnar. 

Björn Thoroddsen, Halldór Árni Sveinsson og Jónatan Garðarsson birtu í dag sameiginlega facebookfærslu þar sem þeir minnast Guðmundar, sem veitti þeim mikinn innblástur með tónlist sinni. 

Björn segir meðal annars í samtali við mbl.is að Guðmundur hafi verið einn fyrsti alvörutrommuleikari sem Ísland átti. Hann segir að Guðmundur hafi einna helst kynnst djassi hjá Könunum á Keflavíkurflugvelli og kynnt hann fyrir Íslendingum.

Í minningu Papa Jazz. Í gærkvöldi þegar öll þjóðin sat límd við sjónvarpstæki og tölvur að fagna sjötugsafmæli...

Posted by Halldór Árni Sveinsson on Laugardagur, 17. apríl 2021
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert