Guðmundur Ingi leiðir VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sigraði í forvali Vinstri grænna í …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sigraði í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Eggert

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra varð hlutskarpastur í forvali Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi sem fram fór dagana 15.-17. apríl. Valið var í fimm efstu sæti á framboðslista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum sem fram fara í haust. Alls voru níu í framboði. Á kjörskrá voru 1.699 og var kosningaþátttaka 50%.

Niðurstöður forvalsins eru eftirfarandi:

  1. sæti Guðmundur Ingi Guðbrandsson með 483 atkvæði í 1. sæti.
  2. sæti Ólafur Þór Gunnarsson með 361 atkvæði í 1.-2. sætið.
  3. sæti Una Hildardóttir með 482 atkvæði í 1.-3. sæti.
  4. sæti Kolbrún Halldórsdóttir með 435 atkvæði í 1.-4. sæti.
  5. sæti Þóra Elfa Björnsson með 421 atkvæði í 1.-5. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert