Hverfisgarðinum öllum sé þyrmt

Vatnshóll. Búið er að girða af framkvæmdasvæði við hólinn. Íbúar …
Vatnshóll. Búið er að girða af framkvæmdasvæði við hólinn. Íbúar segja að þrengt sé að leiksvæði barna, sem hafa rennt sér niður hólinn á veturna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þó að Vatnshóllinn og nærliggjandi svæði séu ekki stór skiptir það hér í norðurhluta Hlíðahverfis miklu. Þær breytingar sem borgin hyggst gera á áður kynntu skipulagi reitsins eru í áttina, en duga hvergi,“ segir Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi við Vatnsholt á Rauðarárholti í Reykjavík.

Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu stendur styr um þau áform borgaryfirvalda að heimila íbúðabyggð á svonefndum stýrimannaskólareit. Borgin telur sig hafa brugðist við gagnrýnisröddum með fækkun þeirra íbúða sem reisa skal og græn svæði verða stækkuð vegna athugasemda íbúa og annarra sem málinu tengjast. Sunna segir hins vegar að ekki hafi verið hlustað á raddir íbúa, þrátt fyrir athugasemdir þeirra

Svonefndur Vatnshóll, sem stendur við Háteigsveg, mun standa áfram en hann hefur á veturna verið sleðabrekka krakkanna í hverfinu og mikilvægt leiksvæði á öðrum tíma árs. Á austurhluta reitsins verða reistar íbúðir fyrir tekjulægri eldri borgara á vegum Félags eldri borgara. Á vesturhluta verða hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, skv. því sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur greint frá á samfélagsmiðlum.

„Við frágang skipulagsins var felldur út byggingarreitur fyrir stúdentaíbúðir sem átti að vera norðan við Vatnshólinn. Við það varð til stærra svæði við Vatnshólinn, skilgreint sem grænt svæði fyrir almenning og sérstaklega börn, kallað hverfisgarður. Svæðið verður útfært með það í huga að vera útivistar- og leiksvæði fyrir almenning. Börnin í hverfinu geta því áfram nýtt Vatnshólinn sem vettvang leikja og sem sleðabrekku á veturna,“ segir Dagur í svari til blaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert