Landsmót 50+ í Borgarnesi

Síungir spretthlauparar á Landsmóti fyrir 50 ára og eldri.
Síungir spretthlauparar á Landsmóti fyrir 50 ára og eldri.

Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri verður haldið í Borgarnesi síðustu helgina í ágúst. Mótshaldari er Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) í samstarfi við Borgarbyggð.

„Við erum gríðarlega spennt að halda Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi í lok ágúst. Við teljum að þá verði búið að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar og öruggt að halda mótið. En að sjálfsögðu munum við gæta okkar í hvívetna og gæta fyllsta öryggis án þess að það komi niður á gleðinni,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, í tilkynningu frá félaginu.

Nóg verður um að vera hjá UMFÍ í ágúst næstkomandi en um verslunarmannahelgina stendur til að halda Unglingalandsmótið á Selfossi. Öllum mótum og flestum viðburðum UMFÍ var frestað á síðasta ári vegna veirufaraldursins, þar á meðal Landsmóti UMFÍ 50+ og Unglingalandsmótinu auk Íþróttaveislunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »