Tvö smit utan sóttkvíar

Sýnataka á Suðurlandsbraut 11.
Sýnataka á Suðurlandsbraut 11. mbl.is/Árni Sæberg

Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Bæði smitin greindust utan sóttkvíar. Þá greindist eitt smit á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hjördísi Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa almannavarnadeildar. 

Tölulegar upplýsingar eru ekki uppfærðar um helgar á covid.is. Í gær voru 73 í einangrun, 165 í sóttkví og 1.072 í skimunarsóttkví. Þá voru þrír á sjúkrahúsi vegna veirunnar. 

mbl.is