Voru til sölu í Lyfjaveri

Husk-vörur hafa verið fluttar til landsins.
Husk-vörur hafa verið fluttar til landsins.

Husk-vörur sem innkallaðar voru til öryggis vegna salmonellusýkinga í Danmörku voru til sölu í verslun Lyfjavers á Suðurlandsbraut, netverslun Lyfjavers og Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Ekki sé vitað um frekari dreifingu innanlands að svo stöddu en áfram sé unnið að öflun upplýsinga um dreifingu. 

Greint var frá því á mbl.is í gær að fyr­ir­tækið sem fram­leiðir Husk-vör­urn­ar hefði í ör­ygg­is­skyni ákveðið að innkalla all­ar fram­leiðslu­lot­ur Husk Psylli­um Froskaller og Husk Psylli­um Mavebal­ance trefja­hylkj­a og -dufts þrátt fyr­ir að aðeins hefði greinst salmo­nella í hluta þeirra.

Ekki hægt að fylgjast með kaupum frá útlöndum

Enn sem komið er er ekki vitað til þess að þær lot­ur sem salmo­nella greind­ist í hafi verið í flutt­ar til Íslands, en það er til rann­sókn­ar.

Her­dís Guðjóns­dótt­ir, fagsviðsstjóri á sviði inn­flutn­ings og innkall­ana hjá Mat­væla­stofn­un, sagði í gær að vitað væri um tvö fyr­ir­tæki sem flytji vör­urn­ar til Íslands. Þær séu fá­an­leg­ar í næst­um öll­um apó­tek­um og því sé um stóra inn­köll­un að ræða. Þá sé ekki hægt að fylgj­ast með því sem fólk kaupi frá út­lönd­um af net­inu og því sé mik­il­vægt að vara við allri neyslu á þess­um vör­um frá Husk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert