Eiríkur Björn sagður verða oddviti Viðreisnar

Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár …
Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár og á Fljótsdalshéraði í önnur átta. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Eiríkur Björn Björgvinsson mun leiða lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í þingkosningum í haust. Þetta herma heimildir miðilsins akureyri.net, en listinn verður að öllum líkindum birtur á morgun.

Eiríkur Björn var áður bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði til átta ára og Akureyri jafnlengi. Hann hefur síðustu tvö ár starfað sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar.

Í kosningunum 2017 skipaði Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, efsta sæti á lista flokksins í kjördæminu en hafði ekki erindi sem erfiði. Benedikt hefur lýst yfir vilja til að leiða lista flokksins einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu í kosningunum. 

mbl.is