Veður við gosstöðvarnar ekki gott

Gosstöðvarnar í Geldingadölum.
Gosstöðvarnar í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lítil hætta er á uppsöfnun á gasi við gossvæðið í Geldingadölum í dag. Gasið berst norðaustur yfir höfuðborgarsvæðið og mælast nú 40 til 50 míkrógrömm á rúmmetra í Hafnarfirði og Kópavogi. Loftgæði teljast enn mikil. 

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum að ferðaveður á gosstöðvunum sé ekki með besta móti sem stendur. Spáð er 10-15 metrum á sekúndum fyrir hádegi en 13-18 metrum eftir hádegi. Þá má búast við éljum í allan dag. Hiti er 0 til 3 stig. 

Frá miðnætti til hádegis eru engir viðbragðsaðilar á svæðinu til að mæla gasmengun og bregðast við óhöppum. Þeir sem ætla þangað fyrir hádegið eru beðnir að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt, ekki síst vegna lítilla loftgæða. 

mbl.is