Ástandið veldur klárlega mikilli óvissu

Nú styttist í lokapróf hjá HÍ. Isabel, forseti Stúdentaráðs, segir …
Nú styttist í lokapróf hjá HÍ. Isabel, forseti Stúdentaráðs, segir línuskólans vera þá að ef hægt sé að halda próf á staðnum verði það gert. mbl.is/Ómar

Nú styttist í lokapróf hjá Háskóla Íslands. Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs HÍ, segir fyrirkomulag prófanna það sama og háskólinn hefur lagt upp með á síðustu misserum.

„Sem er þessi lína um að það sé rafræn kennsla með möguleika á staðnámi og þar falla prófin undir. Ef hægt er að hafa þau á staðnum, þá verða þau þannig,“ segir Isabel og bendir á að samkvæmt próftöflu séu langflest prófin staðpróf.

Isabel segir þá að Stúdentaráði hafi borist athugasemdir og póstar frá nemendum vegna þessa.

„Núna er fólk meira að hugsa um að það hefur verið í rafrænni kennslu í svo langan tíma, af hverju geta þau þá ekki tekið heimapróf, af hverju þurfa þau að mæta í skólann? Það eru kannski meira þessar pælingar,“ segir Isabel í  umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »