Fimm starfsmenn og sex börn smituð

Leikskólinn verður lokaður út vikuna hið minnsta enda allir nemendur …
Leikskólinn verður lokaður út vikuna hið minnsta enda allir nemendur og starfsfólk í sóttkví. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm starfsmenn og sex börn í leikskólanum Jörfa í Hæðargarði greindust með Covid-19 í gær og bættust þá við tíu starfsmenn og eitt barn sem áður hafði greinst smitað.

Þetta staðfestir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs hjá Reykja­vík­ur­borg, í samtali við mbl.is.

Hann segir enn fremur að ekki sé búið að skima alla á leikskólanum.

Leikskólinn verður lokaður út vikuna hið minnsta enda allir nemendur og starfsfólk í sóttkví.

Fjöl­skyld­ur þeirra barna sem eru í sótt­kví eru það sömu­leiðis og því hef­ur hópsmitið áhrif á systkini smitaðra barna sem eru í öðrum leik­skól­um eða grunn­skól­um.

mbl.is