Getum ekki lengur litið í hina áttina

Guðrún Ágústa Ágústsdóttir hefur miklar áhyggjur af auknu ofbeldi milli barna og unglinga. Hún er sérfræðingur í Foreldrahúsi og hefur sérhæft sig í fíkni- og áfallamálum ungmenna. Guðrún Ágústa segir það ekki ganga lengur að foreldrar og í raun samfélagið allt líti bara í hina áttina þegar kemur að aukinni neyslu unglinga og vaxandi ofbeldi.

Hún hvetur til þess að fólk rammi betur inn unglingana sína og viti hvað þeir eru að gera og hvar þeir eru staddir. „Við verðum að ramma unglingana okkar betur inn, og fylgjast með þeim.“

Guðrún Ágústa er gestur í nýjum þætti Dagmála og eru þættirnir aðgengilegir fyrir áskrifendur Morgunblaðsins og mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert