Leikskólakennarar á undan öðrum kennurum

Leikskólinn Jörfi í Hæðargarði þar sem hópsýking braust út.
Leikskólinn Jörfi í Hæðargarði þar sem hópsýking braust út. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bólusetning kennara gegn Covid-19 hefst um næstu mánaðamót og starfsfólk leikskóla mun líklega ganga fyrir í þeim hópi.

Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna.

Ástæðuna sagði hann til að mynda þá að opið er í leikskólum á sumrin á meðan aðrir skólar fara í lengra sumarfrí.

Har­ald­ur Freyr Gísla­son, formaður Fé­lags leik­skóla­kenn­ara, seg­ir mál­efna­leg rök fyr­ir því að starfs­fólki leik­skóla verði for­gangsraðað þegar kem­ur að átt­unda hópi for­gangs­röðunar bólu­setn­ing­ar en í þeim hópi er starfsfólk leik-, grunn- og framhaldsskóla og tiltekið starfsfólk félags- og velferðarþjónustu.

Undir það tók Berg­ljót Jó­hanns­dótt­ir, leik­skóla­stjóri Jörfa þar sem alls hafa 15 starfs­menn og sjö börn greinst smituð af Covid-19. Í leik­skól­an­um eru tæp­lega 100 börn og þar starfa 33.

mbl.is