Smit kom upp í leikskóla á Selfossi

Leikskólinn Álfheimar á Selfossi. Þar verður lokað á morgun.
Leikskólinn Álfheimar á Selfossi. Þar verður lokað á morgun.

Leikskólinn Álfheimar á Selfossi verður lokaður á morgun eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni þar. 

Á facebooksíðu sveitarfélagsins Árborgar kemur fram að allir starfsmenn Álfheima verði sendir í kórónuveirupróf. 

Þar kemur einnig fram að börn á leikskólanum muni þurfa að fara í sóttkví vegna þessa. Nánari upplýsingar til foreldra þeirra barna sem þurfa að fara í sóttkví muni verða sendar út eins fljótt og auðið er.


mbl.is