55 þúsund á Langjökul

Jeppaferð á Langjökul.
Jeppaferð á Langjökul. mbl.is/Árni Sæberg

Ferðaþjónustufyrirtæki, sem óskað hefur eftir því við Bláskógabyggð að skipulag verði gert fyrir Suðurjökul Langjökuls svo fyrirtækið geti fengið lóð fyrir aðstöðu sína, meðal annars íshelli, áætlar að 55 þúsund manns sæki Suðurjökul á ári. Umhverfisstofnun gerir vissar athugasemdir við framtakið.

Bláskógabyggð og skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita hafa verið að vinna að skipulagningu suðurhliðar Langjökuls og Suðurjökuls Langjökuls vegna óskar tveggja ferðaþjónustufyrirtækja sem þangað skipuleggja snjósleða- og jeppaferðir og eru meðal annars með íshelli. Þau óskuðu eftir lóðum, hvort á sínum stað, til að tryggja hagsmuni sína til framtíðar en jökullinn er þjóðlenda.

Annað fyrirtækið dró sig út úr verkefninu en eftir stendur Mountaineers of Iceland sem áætlar í rökstuðningi til sveitarfélagsins að um 55 þúsund manns muni sækja Suðurjökul heim á hverju ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, segir að nú sé aðeins verið að skipuleggja þá lóð. Ætlunin er að skilgreina afþreyingar- og ferðamannasvæði, meðal annars íshelli, fyrir starfsemi allt árið. Skipulagið er í lokaferli og stendur til að auglýsa það á næstunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinun í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert