Heilsuvernd rekur hjúkrunarheimili

Lögmannshlíð er nýjasta öldrunarheimilið á Akureyri.
Lögmannshlíð er nýjasta öldrunarheimilið á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Einkafyrirtækið Heilsuvernd hjúkrunarheimili ehf. tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar af bæjarfélaginu um næstu mánaðamót. Heilbrigðisráðherra hefur nú staðfest samning Sjúkratrygginga og fyrirtækisins um þessa yfirfærslu.

Akureyrarbær hefur rekið Hlíð og Lögmannshlíð og tengda starfsemi. Samningurinn tekur til þjónustu í 173 hjúkrunarrýmum, 8 dvalarrýmum og 36 dagdvalarrýmum.

Endar hafa ekki náð saman í rekstrinum hjá Akureyrarbæ og sagði bærinn upp samningum við Sjúkratryggingar vorið 2020. Samkomulag hefur orðið um frestun yfirfærslu þar til nú að nýr aðili tekur við eftir að Sjúkratryggingar auglýstu eftir samstarfsaðilum.

Heilsuvernd er með fjölbreytta starfsemi á heilbrigðissviði, ekki síst fyrir fyrirtæki, og rekur heilsugæsluna í Urðarhvarfi. Teitur Guðmundsson læknir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Núverandi starfsfólk Öldrunarheimila Akureyrar heldur áfram störfum, í þágu nýs rekstraraðila. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »