Nýtt þrívíddarlíkan af hrauninu

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýtt þrívíddarlíkan frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem sýnir útbreiðslu hraunsins í Geldingadölum hefur verið birt á facebook-síðu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands.

Kortið var unnið eftir loftmyndum sem voru teknar í fyrradag.

Um er ræða samvinnu margra stofnana, meðal annars frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands og Veðurstofunnar.

mbl.is