Öllu aflétt innanlands fyrir 1. júlí

Öllum takmörkunum innanlands verður aflétt fyrir 1. júlí, gangi áætlanir …
Öllum takmörkunum innanlands verður aflétt fyrir 1. júlí, gangi áætlanir eftir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefnt er að því að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt fyrir þann 1. júlí, gangi bólusetningaráætlun yfirvalda eftir. Kom þetta fram á blaðamannafundi stjórnvalda sem haldinn var í dag. Áætlun sem þar var kynnt má nálgast á vef Stjórnarráðsins

Þar kom fram að öllum takmörkunum innanlands verði aflétt þegar búið er að verja stærstan hluta fullorðinna með að minnsta kosti fyrri skammti af bóluefni en gert er ráð fyrir að bólusetningu allra yfir 16 ára verði lokið fyrir 1. júlí næstkomandi.

Áætlunin er sett fram með fyrirvara um þróun mála næstu mánuði en í dag voru kynntar hertar aðgerðir á landamærum sem skikka farþega frá skilgreindum áhættusvæðum í sóttvarnahús.

Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is í dag að hún muni leggja fram afléttingaráætlun á næstu dögum, sem taki mið af bólusetningaráætlun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina