Ríkisendurskoðun hefur birt skýrsluna um WOW air

mbl.is/Hari

Ríkisendurskoðun hefur birt skýrslu sína um aðkomu Samgöngustofu og Isavia að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda gjaldþrots flugfélagsins í mars 2019. Í síðustu viku var greint frá innihaldi skýrslunnar, meðal annars að eftirliti hafi verið verulega ábótavant.

Í niðurstöðunum segir að Sam­göngu­stofa hafi í ein­hverj­um til­fell­um haft viðskipta­lega hags­muni WOW air að leiðarljósi í ákvörðun­ar­töku, fram yfir þau viðmið og sjón­ar­mið sem gilda um eft­ir­lit og aðhald.

Sam­göngu­stofa er þar gagn­rýnd fyr­ir að hafa ekki fellt flugrekstr­ar­leyfi WOW air tíma­bundið úr gildi eða aft­ur­kallað það en reglu­gerð Evr­ópuþings­ins og -ráðsins kveði á um skyldu stofn­un­ar­inn­ar til þess að gera slíkt, geti flug­fé­lag ekki staðið við raun­veru­leg­ar skuld­bind­ing­ar.

mbl.is