Tæplega 50 starfsmenn leikskóla skimaðir

Leikskólinn Álfheimar á Selfossi.
Leikskólinn Álfheimar á Selfossi.

Allt starfsfólk leikskólans Álfheima á Selfossi fer í kórónuveirupróf í dag eftir að starfsmaður þar greindist smitaður í gærkvöldi. Alls eru starfsmenn á leikskólanum 48 talsins.

Jóhanna Þórhallsdóttir leikskólastjóri segir að þegar niðurstaða um jákvætt smit barst í gærkvöldi hafi verið ákveðið að senda allt starfsfólk til öryggis í skimun.

„Svo kemur framhaldið í ljós að því loknu,“ segir Jóhanna.

Eins og gefur að skilja verður leikskólinn lokaður í dag á meðan starfsfólk er skimað en 120 börn eru í skólanum og eru krakkarnir komnir í sóttkví.

mbl.is

Bloggað um fréttina