„Eins og úlfar hafi rifið í sig himintunglin“

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veðurstofa Íslands vitnar í eddukvæði í ljósi þess að síðasti vetrardagur er í dag og 50 ár liðin síðan handritin komu heim.

„Eddukvæði segja frá heiðnum goðum og hetjum og meðal goðakvæðanna er Völuspá sem spáir fyrir um framtíð manna og goða. „Svört verða sólskin, um sumur eftir, veður öll válynd,“ er lýsingin í Völuspá á afleiðingum þess að úlfar rífa í sig himintunglin,“ segir í facebookfærslu Veðurstofunnar.

Þar kemur fram að eftir náttúruhamfarir og veirufaraldur vetrarins lýsir þetta kannski tilfinningum sumra, eins og úlfar hafi rifið í sig himintunglin.

„Við skulum samt svo sannarlega vona að spáin um að „veður verði öll válynd“ gangi ekki eftir í sumar,“ segir Veðurstofan sem þakkar um leið landsmönnum fyrir veturinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert