Good Morning America í beinni frá gosstöðvum

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjónvarpsþátturinn Good Morning America á vegum bandarísku stöðvarinnar ABC News var með beina útsendingu frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall í morgun.

Í tengslum við útsendinguna var tekið viðtal við tvo af sérfræðingum Veðurstofunnar, þær Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár, og Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði gasdreifingar, að því er segir á facebooksíðu Veðurstofunnar.

Þær eru hluti af stórum hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og annarra vísindamanna sem hafa fylgst náið með virkninni á Reykjanesskaga.

Er þetta hluti af um­fjöll­un þátt­ar­ins Good morn­ing America um jörðina, en á morg­un er dag­ur jarðar­inn­ar (e. earth day). Fyrra innslagið var und­ir yf­ir­skrift­inni „sér­fræðing­ar flykkj­ast að sjald­séðu eld­gosi á Íslandi“ og byrj­ar fréttamaður­inn Will Reeve á því að segja að ólík­legt sé að mynd­ir eða orð geti lýst upp­lif­un­inni. Inn á milli þess sem Reeve tal­ar í beinni út­send­ingu koma inn stutt viðtöl við sér­fræðinga og út­skýrt er af hverju eld­gos verði á Íslandi. Á ein­um stað út­skýr­ir Reeve að hann sé við öllu bú­inn upp á ör­yggi að gera, meðal ann­ars með gasmæli og að staðan sé mjög góð þar sem hann stend­ur. Í miðri út­send­ingu byrj­ar reynd­ar mæl­ir­inn að pípa, en Reeve virðist ekki láta það slá sig út af lag­inu og fel­ur mæl­inn fyr­ir aft­an bak.

Í seinna inn­skot­inu flýg­ur dróni yfir eld­stöðvarn­ar og nær í beinni út­send­ingu mynd af því þegar hluti úr ein­um gígn­um fell­ur sam­an og greini­legt er að Reeve er heillaður. Þá seg­ir hann frá því að í nótt hafi hann vaknað við jarðskjálft­ann sem var á svæðinu. Þrátt fyr­ir það seg­ir hann greini­legt að eld­gosið sé nýr heit­ur reit­ur fyr­ir ferðamenn, en áður hafði komið fram í út­send­ing­unni að bólu­sett­ir ein­stak­ling­ar gætu ferðast til Íslands til að skoða gosið.

mbl.is

Bloggað um fréttina