Ísland verði í undirmeðvitundinni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hvernig það fari saman að hvetja ferðamenn til að koma til landsins, líkt og í nýlegri auglýsingu á Times Square í New York, á sama tíma og herða eigi eftirlit á landamærunum.

Þórdís Kolbrún sagði Icelandair standa á bak við auglýsinguna. Ríkisstjórnin hafi aftur á móti tekið frá fjármuni til að setja í markaðssókn. Þeir séu m.a. nýttir til að mæla áhuga og ferðavilja erlendis. Reynt verður að tryggja að Ísland verði í undirmeðvitund fólks þegar það hyggur á ferðalög síðar meir.

Hún sagði næstu vikur verða rólegar hvað ferðamennsku varðar en vonar að sumarið verði líflegra og að hingað komi ferðamenn með bólusetningarvottorð. „Þetta kerfi sem við höfum komið upp er öruggt og nokkuð tryggt,“ sagði hún.

Jón Steindór Valdimarsson í pontu.
Jón Steindór Valdimarsson í pontu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spurð hvernig eigi að taka sýni úr ferðamönnum sem koma hingað að utan sagði hún skimunargetuna hafa stóraukist. Bætti hún við að hingað hafi enginn komið bólusettur í gegnum skimun og greinst jákvæður í henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert