Sóttu konu að gosstöðvunum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu að gosstöðvunum á fyrsta tímanum í nótt og flutti hana á flugvöllinn í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

RÚV greindi fyrst frá þessu og hefur eftir lögreglunni á Suðurnesjum að konan hafi orðið viðskila við hóp sem hún var með við gosstöðvarnar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Konan fannst slösuð á fæti í hlíð við eldgosið í Geldingadölum og ekki hafi verið hægt að flytja hana niður hlíðina nema með aðstoð þyrlu að því er segir í frétt RÚV.

mbl.is