„Stútfull rúta af neikvæðum unglingum“

Álftamýrarskóli.
Álftamýrarskóli. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Ekkert jákvætt smit kom út úr sýnatöku níundubekkinga í Álftamýrarskóla sem hraðað var með rútum frá Laugarvatni í skimun í gær þegar í ljós kom að einn úr nemendahópnum greindist með Covid-19 á mánudagskvöld.

Það smit tengist hópsmiti á leikskólanum Jörfa og hafði viðkomandi verið í sóttkví frá því um helgina. Af þeim sökum var smitaði nemandinn ekki í skólabúðunum á Laugarvatni en skólasystkini voru engu að síður send með rútu í bæinn og beint í skimun.

„Þetta var stútfull rúta af neikvæðum unglingum sem kom í bæinn,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla, við mbl.is.

Þrátt fyrir neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eru nemendur ekki lausir úr sóttkví. Á föstudag, þegar vika er liðin frá því að þeir hittu síðast þann smitaða, fara allir aftur í sýnatöku og eru lausir úr sóttkví ef niðurstaðan er einnig neikvæð þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert