Vegagerðin hefur leit að nýjum Baldri

Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur. mbl.is/Sigurður Bogi

Vegagerðin er byrjuð að leita að nýrri ferju til áætlunarsiglinga á Breiðafirði. „Vegagerðin er að líta í kringum sig varðandi nýjan Baldur. Við höfum skoðað skip í nágrannalöndunum sem henta á þessu hafsvæði en það eru ekki mörg skip eða ferjur sem það gera og engin er á söluskrá,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Hann segir að hjá Vegagerðinni sé í gangi þarfagreining um framtíð siglinga á Breiðafirði. „Baldur er að sigla og uppfyllir öll skilyrði og leyfi til þess þannig að það er enginn bráðavandi til staðar.“

Núverandi ferja er komin til ára sinna, smíðuð í Molde í Noregi árið 1979. Hún er 1.677 brúttótonn og tekur 280 farþega og 55 fólksbíla. Sæferðir ehf. gera Baldur út með samningi við Vegagerðina. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert