17 smit greindust í gær – 8 utan sóttkvíar

Frá sýnatöku vegna Covid-19.
Frá sýnatöku vegna Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

17 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru 8 utan sóttkvíar. 1.923 sýni voru tekin í dag. Sex smit greindust á landamærum, þar af bíða fimm mótefnamælingar. 

Nýgengi smita innanlands á hverja 100.000 íbúa er nú 29,2 en 5,2 á landamærum á hverja 100.000 farþega. Nýgengið innanlands er nú komið vel yfir viðmið grænna landa í litakóðunarkerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu. Til þess að land sé skilgreint sem grænt þarf nýgengið þar að vera lægra en 25 á hverja 100.000 íbúa.

109 eru nú í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, átta á Suðurlandi, tveir á Suðurnesjum, einn á Vesturlandi og einn á Vestfjörðum. Enginn er í einangrun á Austurlandi, Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert