Göngu- og reiðbrú á Þjórsá í gagnið í júní

Stálbitarnir eru komnir upp oger unnið að samsetningu á handriðið.
Stálbitarnir eru komnir upp oger unnið að samsetningu á handriðið.

Vonast er til að ný göngu- og reiðbrú, sem Landsvirkjun er að gera í samvinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþing ytra, yfir farveg Þjórsár skammt ofan við Þjófafoss, verði tilbúin til notkunar seinni hluta júnímánaðar.

Við það tengjast saman göngu- og reiðleiðir beggja vegna árinnar og betra aðgengi fæst að Búrfellsskógi. Brúin verður lokuð fyrir umferð ökutækja en er hönnuð þannig að björgunarsveitir eða aðrir viðbragðsaðilar geta nýtt hana í neyðartilvikum.

Undirstöður brúarinnar voru steyptar í haust og nú er búið að setja upp stálbitana sem bera brúna. Er verið að herða samsetningar á stálinu og ganga frá því. Jafnframt er verið að hefjast handa við að skrúfa saman límtrésbitana sem bera uppi brúargólf og handriðspósta. Það er gert í einingum og verða þær settar upp á stálbitana jafnóðum og þær verða tilbúnar. Ístak er aðalverktaki við framkvæmdina.

Björn Halldórsson, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun, segir í Morgunblaðinu í dag að smíði brúarinnar hafi gengið samkvæmt áætlun, eftir að framkvæmdir hófust í haust. Veturinn hefur verið mildur en framkvæmdir lágu niðri frá áramótum til páska, á meðan stálbitarnir voru smíðaðir úti í Póllandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert