Mjög annasamur sólarhringur: 10 Covid-flutningar

Hver sjúkraflutningur tengdur Covid-19 er tímafrekur því þrif og frágangur …
Hver sjúkraflutningur tengdur Covid-19 er tímafrekur því þrif og frágangur eftir slíkan flutning tekur oftast töluvert lengri tíma en flutningurinn sjálfur. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Síðasti sólarhringur var mjög annasamur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Boðanir á sjúkrabíla voru 153 talsins. Af þeim var 31 boðun vegna forgangsverkefna og 10 verkefna sem tengd voru Covid-19.

„Auk þess voru þó nokkrir sjúkraflutningar á heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins en eins og gefur að skilja taka þeir flutningar talsvert lengri tíma,“ segir í Facebook-færslu slökkviliðsins.

mbl.is