Búinn að skila minnisblaði til ráðherra

Þórólfur sagði í samtali við mbl.is í gær að fyrst …
Þórólfur sagði í samtali við mbl.is í gær að fyrst og fremst verði farið eft­ir áhættumati al­manna­varna hvað varði aðgerðir á landa­mær­um, ekki skil­grein­ingu Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu á áhættu­svæðum. mbl.is/Árni Sæberg

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur skilað Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra minnisblaði um til­lög­ur að hertum aðgerðum á landamærum í sam­ræmi við ný­samþykkt lög sem heim­ila yf­ir­völd­um að skylda ferðamenn í sótt­varna­hús.

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi almannavarna við mbl.is.

Hún bendir á að líkt og áður muni Þórólfur ekki tjá sig um minnisblaðið fyrr en eftir að ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi.

Þórólfur sagði í samtali við mbl.is í gær að fyrst og fremst verði farið eft­ir áhættumati al­manna­varna hvað varði aðgerðir á landa­mær­um, ekki skil­grein­ingu Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu á áhættu­svæðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert