Sektað í 29% tilvika

mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa hafa verið skráð 312 brot gegn sóttvarnalögum í málaskrá lögreglu frá 1. mars í fyrra. Af þeim hafa aðeins 90 mál farið í sektarmeðferð eða tæplega 29 prósent málanna. Þetta kemur fram í svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Alls koma 413 aðilar við sögu í þessum málum, 349 einstaklingar og 64 fyrirtæki, þannig að sumir þessara aðila koma að fleirum en einu máli. Þá geta fleiri en einn aðili verið skráðir í sama máli og dæmi eru um að eigandi fyrirtækis og fyrirtækið séu hvort tveggja skráð fyrir einu og sama brotinu.

Sem áður segir hafa 90 mál ratað í sektarmeðferð. Það eru mál 85 einstaklinga og fimm fyrirtækja. Sé litið sérstaklega til fyrirtækja hafa mál vegna brota þeirra farið í sektarmeðferð í nærri átta prósent tilvika.

Sjá nánar á vef Fréttablaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert