Súld með köflum á gossvæðinu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Búast má við gasmengun vegna eldgoss á Reykjanesi og er fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðamælingum á loftgaedi.is og leiðbeiningum frá almannavörnum. Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mökkurinn leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldstöðva með vindinn í bakið að því er segir í tilkynningu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Suðaustan 10-15 m/s í dag. Súld eða rigning með köflum. Hiti 4 til 7 stig. Gasmengun frá eldgosinu berst til norðvesturs og gæti orðið vart við hana i byggð í Vogum, í Reykjanesbæ og allt til Hafna.

Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við veginn en aðkoma að bílastæðum er bæði úr austri og vestri.

Frá miðnætti til hádegis (00-12) eru engir viðbragðsaðilar á svæðinu til að mæla gasmengun og bregðast við óhöppum. Þeir sem ætla sér inn á svæðið fyrir hádegi hafi þetta í huga. Gossvæðið er hættulegt og þá ekki síst vegna lélegra loftgæða. Þá hefur gönguleið reynst mörgum erfið. Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert