Tíu smit innanlands – einn ekki í sóttkví

Stórir hópar hafa verið boðaðir í skimun við Covid-19 í …
Stórir hópar hafa verið boðaðir í skimun við Covid-19 í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust 10 með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru níu í sóttkví.

812 eru í sóttkví en stórir hópar gætu losnað úr sóttkví síðar í dag þar sem börn og starfsfólk unglingastigs Álftamýrarskóla fer í seinni skimun í dag og hið sama á við um starfsfólk og börn á leikskólanum Jörfa. Nú eru 134 í einangrun og 1.106 í skimunarsóttkví. 

Á landamærunum greindist eitt smit við fyrri skimun og einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar. Daginn áður voru fimm með mótefni við Covid-19 og einn bíður enn niðurstöðu mótefnamælingar.

Í gær var tekið 1.051 sýni innanlands og 679 á landamærunum.

Fjórir eru á sjúkrahúsi og hefur fjölgað um einn á milli daga.

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að hækka og er nú 31,1 en 5,5 á landamærunum. Þar er miðað við á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar. 

Alls eru 43 börn í ein­angr­un með kór­ónu­veiruna á Íslandi í dag. Eitt barn á fyrsta ári er með smit, 26 smit eru meðal barna á aldr­in­um 1-5 ára, 12 smit eru á meðal barna á aldr­in­um 6-12 ára og fjög­ur í ald­urs­hópn­um 13-17 ára. 

Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 19 smit, 22 smit eru í ald­urs­hópn­um 30-39 ára, 19 smit eru í ald­urs­hópn­um 40-49 ára, 20 smit eru í ald­urs­hópn­um 50-59 ára, níu meðal fólks á sjö­tugs­aldri og tveir á átt­ræðis­aldri eru með Covid-19.  

Fréttin verður uppfærð

covid.is
mbl.is