Útivistarfólk komið með upp í kok af umgangi hesta

Þessi stígur er ætlaður öllum vegfarendum, en María skilur ekki …
Þessi stígur er ætlaður öllum vegfarendum, en María skilur ekki hvers vegna hestafólk fer um hann á hrossum sínum, þegar næst er víst að þeir hitti fyrir aðra vegfarendur sem styggt geta hrossin. Ljósmynd/Facebook

Það er stutt í stóru orðin þegar kemur að deilum milli hestafólks og annarra gangandi, hlaupandi eða hjólandi vegfarenda. María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona sem komið hefur að skipulagsvinnu við lagningu hjólastíga og hjólreiðaþjálfari, skrifaði í gærkvöld facebookfærslu í hópnum Reiðhjólabændur þar sem hún vandar hestafólki ekki kveðjurnar. 

Ástæðan er sú að hestamenn virðast hafa farið á hrossum sínum um þrönga stíga á Hólmsheiði og um hinn fjölfarna Ríkishring í Heiðmörk, með þeim afleiðingum að allt er úti í hófaförum og stígar á svæðinu svo gott sem ónýtir. Hún bendir hestafólki á að nota sérmerkta reiðstíga og leyfa öðrum vegfarendum að fara um aðra stíga. 

María Ögn er hjólaþjálfari, margfaldur Íslandsmeistari í hinum ýmsu hjólagreinum …
María Ögn er hjólaþjálfari, margfaldur Íslandsmeistari í hinum ýmsu hjólagreinum og hefur komið að ráðgjöf við skipulagningu hjólreiðainnviða. Ljósmynd/Facebook

Það sama verður að gilda um alla

„Það er nefnilega endalaust verið að kvarta undan því að aðrir vegfarendur geti gert hestunum bilt við og þannig ógnað bæði hesti og knapa, sem er ósköp skiljanlegt, en hvers vegna fara þá hestamenn á hestum sínum um stíga þar sem þeir vita fyrir víst að líkur eru á að þeir mæti hjólandi, hlaupandi og gangandi vegfarendum?“ segir María Ögn í samtali við mbl.is. 

Hún vill að hestafólk sýni þá virðingu að halda sig af fjölförnum stígum, rétt eins og aðrir reyna eftir fremsta megni að forðast reiðstíga, einmitt í þeim tilgangi að styggja ekki hrossin. Það getur enda haft alvarlegar afleiðingar eins og gerðist í síðustu viku.

Upptættur stígur við sérmerktan hjólastig á Hólsmheiði, þeim eina á …
Upptættur stígur við sérmerktan hjólastig á Hólsmheiði, þeim eina á öllu Suðurlandinu. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert